Fótbolti

Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikar­meistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brann vann tvöfalt í ár.
Brann vann tvöfalt í ár. Brann

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag.

Svava Rós lék að venju allan leikinn í fremstu línu Brann. Nora Eide Lie kom Brann yfir eftir rétt rúman hálftíma og þegar þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Svava Rós sendingu á Signe Gaupset sem tvöfaldaði forystuna.

Iris Omarsdottir minnkaði muninn fyrir Stabæk í síðari hálfleik en Svava Rós og Gaupset gulltryggðu sigurinn á 67. mínútu þegar íslenska landsliðskonan lagði upp annað mark sitt í leiknum og Gaupset skoraði sitt annað mark.

Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur. Brann vinnur tvöfalt og er án efa langbesta lið Noregs. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Svava skoraði er Brann tryggði sér titilinn

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrra mark Brann er liðið tryggði sér efsta sæti efri hluta norsku deildarinnar í knattspyrnu með 1-2 útisigri gegn Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum hennar í Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×