Chilwell hefur leikið sautján leiki fyrir enska landsliðið og fastlega var búist við því að hann yrði í lokahópi Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands fyrir mótið í Qatar sem hefst síðar í mánuðinum.
Í leiknum gegn Dinamo Zagreb tognaði Chilwell aftan í læri og var strax óttast að þátttaka hans á heimsmeistaramótinu væri í hættu. Nú hefur Chelsea staðfest að meiðsli Chilwell séu það alvarleg að hann geti ekki spilað í Qatar.
„Niðurstöður myndatöku sýna að meiðsli Ben eru alvarleg og því miður er búist við því að hann missi af heimsmeistaramótinu.“
„Ben mun hefja enduhæfingu með læknateymi félagsins,“ segir í yfirlýsingu Chelsea.
We're all with you, @BenChilwell. pic.twitter.com/X7BvnBtsVP
— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 5, 2022