Enginn Son í Katar? Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 23:46 Heung-Min Son gæti misst af Heimsmeistaramótinu í Qatar vegna meiðsla. Vísir/AP Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær. Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira