Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 13:02 Sandra Hlíf segir Framsókn í lykilstöðu þar sem flokkurinn eigi bæði sæti í ríkisstjórn og meirihluta í borgarstjórn. Vísir Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Óskarsdóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar á þessu ári þegar hún var lögð inn á spítala vegna blóðtappa. Vegna frekari veikinda var Vildís færð upp á Landakot og þaðan á Vífilsstaði, eftir að hún fékk það mat að hún gæti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. „Þetta er náttúrulega því miður ekkert nýtt af nálinni og biðlistarnir virðast bara hafa lengst á síðustu árum. Þeta orsakast af því að uppbygging á hjúkrunarheimilum er ekki nógu hröð og ríki og sveitarfélög hafa ekki tekið saman nógu föstum höndum til að leysa þennan vanda,“ segir Sandra Hlíf Ocares, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Kominn sé tími til að málið sé tekið föstum tökum. „Maður hefði haldið að núverandi meirihluti í Reykjavík, þar væru hæg heimatökin, þar sem Framsóknarmenn sitja við borðið í heilbrigðisráðuneytinu og einnig við borðið í Reykjavík,“ segir Sandra. En hvað þarf að gerast svo úr verði bætt? „Það þarf að taka pólitíska ákvörðun um það að setja þessi mál í forgang og hraða uppbyggingu á þessum heimilum þannig að fólk komist í þá þjónustu sem það þarf,“ segir Sandra Hlíf. Reykjavík Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Óskarsdóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar á þessu ári þegar hún var lögð inn á spítala vegna blóðtappa. Vegna frekari veikinda var Vildís færð upp á Landakot og þaðan á Vífilsstaði, eftir að hún fékk það mat að hún gæti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. „Þetta er náttúrulega því miður ekkert nýtt af nálinni og biðlistarnir virðast bara hafa lengst á síðustu árum. Þeta orsakast af því að uppbygging á hjúkrunarheimilum er ekki nógu hröð og ríki og sveitarfélög hafa ekki tekið saman nógu föstum höndum til að leysa þennan vanda,“ segir Sandra Hlíf Ocares, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Kominn sé tími til að málið sé tekið föstum tökum. „Maður hefði haldið að núverandi meirihluti í Reykjavík, þar væru hæg heimatökin, þar sem Framsóknarmenn sitja við borðið í heilbrigðisráðuneytinu og einnig við borðið í Reykjavík,“ segir Sandra. En hvað þarf að gerast svo úr verði bætt? „Það þarf að taka pólitíska ákvörðun um það að setja þessi mál í forgang og hraða uppbyggingu á þessum heimilum þannig að fólk komist í þá þjónustu sem það þarf,“ segir Sandra Hlíf.
Reykjavík Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira