Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 19:21 Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað á undanförnum árum í Reykjavík. Í vesturbænum er fjöldi íbúða að rísa þessa dagana. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30