Segir marga sakna Messi því það fylgist svo fáir með franska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 13:00 Lionel Messi spilar með Paris Saint Germain en flestir sjá hann bara í Meistaradeildinni. Getty/Marcio Machado Forseti spænsku deildarinnar er einn af þeim sem talar fyrir endurkomu Lionel Messi í lið Barcelona. Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira