Ísland á flottan fulltrúa meðal yngstu markaskorara Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu fyrir FCK á móti Borussia Dortmund á Parken. Getty/Jan Christensen Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var einn af yngstu leikmönnunum sem náðu að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira