Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 11:27 Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir að hún hafi verið boðuð í yfirheyrslu í Valhöll um Landsfundarfulltrúa sem þaðan koma. Hún segir stuðningsmenn Bjarna fara offari og beita miður kræsilegum aðferðum til að þjarma að þeim sem styðja Guðlaug Þór. vísir/vilhelm Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. „Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook þar sem hún lýsir því að síðustu dagar hafi reynst „sjálfstæðishjarta hennar“ erfiðir að undanförnu. Eins og þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita stendur nú yfir kosningabarátta þar sem tekist er á um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Kosið verður milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna næstkomandi laugardag á Landsfundi flokksins. Fyrir liggur að verulega er farið að hitna í þeim slag. Unnur styður Guðlaug Þór í þeim slag. Hún lýsir því að að sér hafi verið sótt af mönnum Bjarna að undanförnu og að í þeim efnum hafi menn ekki skirrst við að misnota aðstöðu sína. „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt ... en .....“ skrifar Unnur. Yfirheyrð sem sakamaður um Landsfundarfulltrúa úr Kópavogi Unnur Berglind hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður. Hún skilaði inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. En samkvæmt heimildum Vísis hefur verið skipuð sérleg nefnd innan flokksins sem fer yfir kjörgögn og lista yfir Landsfundarfulltrúa. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þrír lögfræðingar á umræddum fundi, þeir Davíð Þorláksson og Brynjar Níelsson, en hann er formaður kjörbréfanefndarinnar, auk lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar. Davíð vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið á fundi með Unni en staðfestir að hann sé í kjörbréfanefnd flokksins. Unnur segist hafa tekið saman lista yfir nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti og fengu allir sem þess óskuðu innan gefinna tímamarka. Brynjar Níelsson er formaður kjörbréfanefndar sem fer yfir kjörgögn fyrir komandi Landsfund. Ljóst er að verulega er farið að hitna í kolum vegna formannskjörs sem fram fer næstkomandi laugardag.vísir/vilhelm „En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.“ Telur vafasamar aðferðir til þess fallnar að kljúfa flokkinn Unnur Berglind segir stuðningsmenn annars frambjóðandans, og ætti enginn að velkjast í vafa um stuðningsmenn hvers í ljósi þess að hún ætlar sér að kjósa Guðlaug Þór, telji vænlegast að ráðast gegn grasrót flokksins, að fólki sem vinni að heilindum í sjálfboðastarfi. Og hún spyr hvort það sé ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn? „Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila,“ skrifar Unnur Berglind og segist ætla að kjósa Guðlaug Þór. Hún vilji lýðræðislegan flokk sem vinni fyrir fólkið í landinu, ekki bara útvalda. Vísir náði ekki í Unni Berglindi vegna þeirra ásakana sem hún hefur sett fram. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir „Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06 Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook þar sem hún lýsir því að síðustu dagar hafi reynst „sjálfstæðishjarta hennar“ erfiðir að undanförnu. Eins og þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita stendur nú yfir kosningabarátta þar sem tekist er á um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Kosið verður milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna næstkomandi laugardag á Landsfundi flokksins. Fyrir liggur að verulega er farið að hitna í þeim slag. Unnur styður Guðlaug Þór í þeim slag. Hún lýsir því að að sér hafi verið sótt af mönnum Bjarna að undanförnu og að í þeim efnum hafi menn ekki skirrst við að misnota aðstöðu sína. „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt ... en .....“ skrifar Unnur. Yfirheyrð sem sakamaður um Landsfundarfulltrúa úr Kópavogi Unnur Berglind hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður. Hún skilaði inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. En samkvæmt heimildum Vísis hefur verið skipuð sérleg nefnd innan flokksins sem fer yfir kjörgögn og lista yfir Landsfundarfulltrúa. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þrír lögfræðingar á umræddum fundi, þeir Davíð Þorláksson og Brynjar Níelsson, en hann er formaður kjörbréfanefndarinnar, auk lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar. Davíð vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið á fundi með Unni en staðfestir að hann sé í kjörbréfanefnd flokksins. Unnur segist hafa tekið saman lista yfir nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti og fengu allir sem þess óskuðu innan gefinna tímamarka. Brynjar Níelsson er formaður kjörbréfanefndar sem fer yfir kjörgögn fyrir komandi Landsfund. Ljóst er að verulega er farið að hitna í kolum vegna formannskjörs sem fram fer næstkomandi laugardag.vísir/vilhelm „En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.“ Telur vafasamar aðferðir til þess fallnar að kljúfa flokkinn Unnur Berglind segir stuðningsmenn annars frambjóðandans, og ætti enginn að velkjast í vafa um stuðningsmenn hvers í ljósi þess að hún ætlar sér að kjósa Guðlaug Þór, telji vænlegast að ráðast gegn grasrót flokksins, að fólki sem vinni að heilindum í sjálfboðastarfi. Og hún spyr hvort það sé ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn? „Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila,“ skrifar Unnur Berglind og segist ætla að kjósa Guðlaug Þór. Hún vilji lýðræðislegan flokk sem vinni fyrir fólkið í landinu, ekki bara útvalda. Vísir náði ekki í Unni Berglindi vegna þeirra ásakana sem hún hefur sett fram.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir „Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06 Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06
Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03