Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira