Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira