Innlent

Að­gæslu­leysi og van­ræksla á­stæða strandsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varðskipið Freyja kom var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd á síðasta ári.
Varðskipið Freyja kom var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd á síðasta ári.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að grænlenska fiskveiðiskipið Masilik strandaði í desember á síðasta ári hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn skipsins.

Skipið strandaði þann 16. desember síðastliðinn við Gerðistanga á Vatnsleysuströnd er það var á leið til hafnar í Hafnarfirði.

Tuttugu mínútum eftir að skipið strandaði kallaði skipstjóri þess á aðstoð. Varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar komu á staðinn. Tókst Freyju að draga skipið á flot og til hafnar í Hafnarfirði. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík.

Við rannsókn málsins sagði yfirstýrimaður skipsins, sem var við stjórn skipsins þegar það strandaði að hann hafi vikið af stjórnpalli að minnsta kosti tvisvar sinnum til að sinna þvotti og að láta skipverja skrifa undir tollskýrslu.

Samkvæmt framburði hans heyrði hann viðvörun frá sjálfstýringu meðan hann var niðri og taldi hann að sjálfstýringunni hefði slegið út. Taldi hann að einhver þeirra sem var á stjórnpalli hefði kvittað fyrir villuboðið.

Þá sagðist hann ekki hafa verið að fylgjast með dýptarmæli eða ratsjá skipsins. Hann sagðist hafa setið í skipstjórnarstólnum og horft út og ekki áttað sig á hvar hann væri staddur.

Telur nefndin einnig, miðað við gögn frá Veðurstofunni og Vegagerðinni, að afar litlar líkur séu á að veður eða straumar hafi haft afgerandi áhrif á stefnu skipsins.

Ástæða þess að skipið strandaði hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn þess, að því er segir í skýrslu RNSA.


Tengdar fréttir

Enginn leki reyndist kominn að Masilik

Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.