Fótbolti

Besti leikmaður MLS deildarinnar spilar í kántrýborginni Nashville

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hany Mukhtar á ferðinni í leik með Nashville SC.
Hany Mukhtar á ferðinni í leik með Nashville SC. Getty/Jeremy Reper

Þýski knattspyrnumaðurinn Hany Mukhtar, sem hefur aldrei fengið tækifæri með þýska A-landsliðinu, var í gær kosinn besti leikmaðurinn í bandarísku deildinni.

Mukhtar er 27 ára miðjumaður Nashville SC. Hann fékk í gær Landon Donovan verðlaunin sem MLS-deildin veitir fyrir mikilvægasta leikmanni deildarinnar.

Mukhtar skoraði 23 mörk á tímabilinu og var einnig markakóngur deildarinnar.

Mukhtar fékk 48 prósent atkvæða en kosningarétt höfðu leikmenn deildarinnar, starfsmenn liðanna og fjölmiðlamenn.

Mukhtar fékk yfirburðarkosningu en  Sebastian Driussi hjá Austin FC varð í öðru sæti með tæplega sautján prósent atkvæði.

Mukhtar kom alls að 34 mörkum Nashville liðsins. Auk markanna 23 þá gaf hann 11 stoðsendingar. Hann skoraði eða lagði upp 65 prósent marka Nashville SC liðsins á leiktíðinni.

Aðeins fjórir leikmenn í sögu MLS-deildarinnar hafa náð að koma að fleiri mörkum á einu tímabili.

Það fylgir líka sögunni að Mukhtar er bæði fyrsti Þjóðverjinn og fyrsti leikmaðurinn í sögu Nashville SC til að fá þessi eftirsóttu verðlaun.

Hann kom til liðsins árið 2020 frá danska félaginu Bröndby þar sem Hany Mukhtar lék á árunum 2017 til 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×