Fótbolti

Ekkert vesen á meisturum Rosengård

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur unnu þægilegan 3-0 sigur í kvöld.
Guðrún Arnardóttir og stöllur unnu þægilegan 3-0 sigur í kvöld. Rosengård

Guðrún Arnardóttir stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í kvöld í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Fyrir leikinn hefði verið hægt að fyrirgefa Rosengård fyrir slaka aðeins á þar sem liðið hafði þegar tryggt sér titilinn og spilaði við Barcelona í miðri viku. Guðrún var á sínum stað í hjarta varnarinnar í kvöld og liðið sýndi sínar bestu hliðar.

Karin Lundin kom meistaraliðinu yfir í fyrri hálfleik og Loreta Kullashi bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik, lokatölur 3-0.

Þegar ein umferð er eftir af deildinni er Rosengård með 63 stig á meðan Häcken og Linköping eru í öðru og þriðja sæti með 56 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.