Ungstirnið Volpato kom Rómverjum til bjargar á ögurstundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 19:46 Nemanja Matić og Cristian Volpato fagna marki þess síðarnefnda. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images Lærisveinar José Mourinho í Roma eru komnir upp í fjórða sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir 3-1 útisigur á Hellas Verona í kvöld. Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klofið á liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klofið á liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira