Fótbolti

Norsku meistararnir sækja Natöshu til Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Natasha Anasi sést hér þegar hún skrifaði undir samninginn við Brann.
Natasha Anasi sést hér þegar hún skrifaði undir samninginn við Brann. Brann

Nýkrýndir Noregsmeistarar Brann tilkynntu í dag um að félagið hafi samið við íslenska miðvörðinn Natöshu Anasi.

Natasha Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2019 og hefur spilað fimm leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað eitt mark.

Hún kom fyrst til ÍBV árið 2014, spilaði svo lengi með Keflavík en var hjá Breiðabliki á nýloknu tímabili. Natasha var með fyrirliðabandið hjá bæði Keflavík og Breiðablik.

Natasha er 31 árs gömul og hefur verið í hópi bestu leikmanna Bestu deildar kvenna undanfarin ár.

Hún spilar aðallega sem miðvörður en er fjölhæfur leikmaður sem hún sýndi margoft þegar hún lék með Keflavík og spilaði bæði sem miðjumaður og stundum sem framliggjandi miðjumaður þegar liðið þurfti mark.

Natasha gerði tveggja ára samning við Brann sem gildir þar með út árið 2024. Hjá liðinu hittir hún fyrir landsliðskonuna Svövu Rós Guðmundsdóttur.

Hún verður enn einn leikmaður Breiðabliks á undanförnum árum sem fer út í atvinnumennsku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.