Innlent

Ís­lands­banka­skýrslunni enn og aftur frestað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því.

RÚV greinir frá þessu og ræðir við Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 

Þórunn segist ekki hafa fengið nákvæma afhendingardagsetningu en gert er ráð fyrir því að hún verði komin til Alþingis í nóvember. 

Fyrst átti að skila skýrslunni í júní á þessu ári en um miðjan júnímánuð var afhendingu hennar frestað um nokkrar vikur. Í byrjun ágúst var greint frá því að henni yrði skilað fyrir mánaðamót ágúst og september. Ekkert varð úr því og í september var sagt að skýrslugerð væri á lokametrunum. 

Skýrslan var loks sett í umsagnarferli í þessum mánuði og lauk því ferli í síðustu viku. Stefnt var á að afhenda hana fyrir lok októbermánaðar en ljóst er að hún kemur í næsta mánuði, nema að henni verði frestað aftur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×