Enski boltinn

Diego Costa í banni fram yfir HM eftir „skallann“ um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Madley dómari ræðir við Diego Costa en fórnarlamb framherjans, Ben Mee, liggur í grasinu eftir að hafa verið skallaður.
Robert Madley dómari ræðir við Diego Costa en fórnarlamb framherjans, Ben Mee, liggur í grasinu eftir að hafa verið skallaður. Getty/Julian Finney

Þeir sem héldu að skaphundurinn Diego Costa hefði þroskast eitthvað síðan að hann lék síðast í ensku úrvalsdeildinni fengu svarið í leik Wolves og Brentford um helgina.

Blóðheiti brasilíski Spánverjinn fékk þá að líta rauða spjaldið eftir að hafa skallað leikmann Brentford í uppbótartíma leiksins.

Það kemur ef til vill fleirum á óvart að þetta er í fyrsta sinn sem Costa fær rautt spjald í leik í ensku úrvalsdeildinni en þetta var hans 95. leikur í deildinni.

Costa hefur verið meira að því að komast upp með hluti en að vera refsað fyrir þá. Það breyttist aftur á móti um helgina.

Beint rautt spjald þýðir þriggja leikja bann og þar með er ljóst að hann spilar ekki aftur fyrir félagið sitt fyrr en eftir HM-hléið.

Steve Davis. stjóri Wolves, sagði eftir leikinn að Costa hefði beðist afsökunar en að leikmaðurinn fá líklega sekt.

Næsti leikur Diego Costa verður því ekki fyrr en 26. desember í fyrsta lagi.

Næstu þrír leikir Úlfanna eru allir á heimavelli en liðið mætir Brighton í deildinni, Leeds í enska deildabikarnum og síðasti leikurinn fyrir HM verður á móti Arsenal á Molineux.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.