Lífið

Söngvari Low roar er látinn

Árni Sæberg skrifar
Ryan Karazija var aðeins fertugur þegar hann lést.
Ryan Karazija var aðeins fertugur þegar hann lést. Facebook/Low roar

Ryan Karazija, söngvari hljómsveitarinnar Low Roar er látinn aðeins fertugur að aldri. Hann hafði verið búsettur hér á landi frá árinu 2010.

Í tillkynningu hljómsveitarinnar á Instagram segir að Karazija hafi látist af völdum lungnabólgu eftir stutt veikindi. Hann hafi verið fremsti maður og aðaldrifkrafturinn á bak við Low roar. 

Þar segir jafnframt að textar hans og tónlist muni lifa hans dag og að hún hafi snert fólk um gervalla veröld, og muni halda áfram að gera það.

Þá segir að sjötta hljómplata hljómsveitarinnar hafi verið í vinnslu þegar aðalsprauta hljómsveitarinnar lést en hún verði samt sem áður kláruð og gefin út.


Tengdar fréttir

Tók upp plötu heima í stofu

Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur.

Melódísk og tregafull

Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.