Lóðaskortur á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 09:04 Allt stefnir í lóðaskort á Ísafirði verði ekki brugðist snöggt og vel við mikilli eftirspurn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Sameinað sveitarfélag er það langstærsta á Vestfjörðum með um 3.800 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. Heilmikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu. „Það er bara uppbygging fram undan, það er bara svoleiðis. Við þurfum að vinna í því að endurskipuleggja aðalskipulagið okkar og klára það á þessu kjörtímabili. Við þurfum að skipuleggja lóðir, fara í deiliskipulag og endurskoða deiliskipulög, þannig að það er mjög mikil skipulagsvinna fram undan, bæði hér á Ísafirði og í þorpunum hér í kring,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigríður Júlía segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft undan við að úthluta nýjum lóðum og nú sé komin upp sú staða að það sé að skella á lóðaskortur á Ísafirði. „Þetta er bara mjög gaman og virkilega gott og mikil stemming í fólki, maður finnur það alveg. Það er allt á uppleið hjá okkur, ég vill meina það. Og við erum líka að byggja nemendagarða hérna, bæði á vegum Háskólasetursins, sem er staðsett hér á Ísafirði og svo er líka verið að byggja nemendagarða á Flateyri fyrir Lýðskólann,“ segir Sigríður Júlía. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar er mjög ánægð með hvað það er mikið að gerast í hennar sveitarfélagi hvað varðar alls konar uppbyggingu og framkvæmdir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti bæjarstjórnar er mjög bjartsýn á framtíðina á Vestfjörðum „Já, framtíðin er björt. Hér er fyrirtæki að vaxa og dafna, bæði í fiskeldi og þeirri starfsemi, sem styður við fiskeldið, sem og nýsköpunarfyrirtæki og allskonar hátækni, sem er að ryðja sér til rúms.“ Sigríður Júlía notar alltaf fundarhamar bæjarstjórnar þegar hún setur bæjarstjórnarfundi. “Fundur er settur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.“ Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera á Ísafirði við byggingu nýrra húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Sameinað sveitarfélag er það langstærsta á Vestfjörðum með um 3.800 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. Heilmikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu. „Það er bara uppbygging fram undan, það er bara svoleiðis. Við þurfum að vinna í því að endurskipuleggja aðalskipulagið okkar og klára það á þessu kjörtímabili. Við þurfum að skipuleggja lóðir, fara í deiliskipulag og endurskoða deiliskipulög, þannig að það er mjög mikil skipulagsvinna fram undan, bæði hér á Ísafirði og í þorpunum hér í kring,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigríður Júlía segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft undan við að úthluta nýjum lóðum og nú sé komin upp sú staða að það sé að skella á lóðaskortur á Ísafirði. „Þetta er bara mjög gaman og virkilega gott og mikil stemming í fólki, maður finnur það alveg. Það er allt á uppleið hjá okkur, ég vill meina það. Og við erum líka að byggja nemendagarða hérna, bæði á vegum Háskólasetursins, sem er staðsett hér á Ísafirði og svo er líka verið að byggja nemendagarða á Flateyri fyrir Lýðskólann,“ segir Sigríður Júlía. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar er mjög ánægð með hvað það er mikið að gerast í hennar sveitarfélagi hvað varðar alls konar uppbyggingu og framkvæmdir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti bæjarstjórnar er mjög bjartsýn á framtíðina á Vestfjörðum „Já, framtíðin er björt. Hér er fyrirtæki að vaxa og dafna, bæði í fiskeldi og þeirri starfsemi, sem styður við fiskeldið, sem og nýsköpunarfyrirtæki og allskonar hátækni, sem er að ryðja sér til rúms.“ Sigríður Júlía notar alltaf fundarhamar bæjarstjórnar þegar hún setur bæjarstjórnarfundi. “Fundur er settur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.“ Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera á Ísafirði við byggingu nýrra húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira