Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:30 Pep Guardiola er hrifinn af því sem hann hefur séð undanfarnar vikur hjá Manchester United. Lynne Cameron - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira