Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:30 Pep Guardiola er hrifinn af því sem hann hefur séð undanfarnar vikur hjá Manchester United. Lynne Cameron - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira
United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira