Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:01 Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira