Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:01 Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira