Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2022 20:08 Boris Spassky hefur óskað eftir því að fá í hvíla í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi eftir sinn dag með Fischer. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina: Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina:
Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira