Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. október 2022 18:43 Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt. Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt.
Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36