Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 15:30 Ana Maria Markovic leikur með Grasshopper í Sviss en hefur hug á að komast í ensku úrvalsdeildina. Instagram/@anamxrkovic Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama. Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten]. Fótbolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira
Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten].
Fótbolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira