Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 15:30 Ana Maria Markovic leikur með Grasshopper í Sviss en hefur hug á að komast í ensku úrvalsdeildina. Instagram/@anamxrkovic Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama. Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten]. Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten].
Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira