Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 15:30 Ana Maria Markovic leikur með Grasshopper í Sviss en hefur hug á að komast í ensku úrvalsdeildina. Instagram/@anamxrkovic Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama. Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten]. Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten].
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira