Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 15:30 Ana Maria Markovic leikur með Grasshopper í Sviss en hefur hug á að komast í ensku úrvalsdeildina. Instagram/@anamxrkovic Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama. Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten]. Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Markovic er 22 ára leikmaður Grasshopper í Sviss. Í viðtali við 20 Minuten segist hún hafa fengið tilboð frá félögum í efstu deildum Englands og Þýskalands í sumar en ákveðið að dvelja eitt ár í viðbót í Sviss, þó að hún stefni til Englands síðar. Í viðtalinu ræðir hún einnig um ummæli sín frá því síðasta vetur, þegar hún kvaðst ósátt við fjölmiðla sem lýstu henni sem „kynþokkafyllstu knattspyrnukonu heims“. Markovic sagðist engan áhuga hafa á að vera hlutgerð þannig, þó að hún hefði ekkert á móti því að vera sögð falleg, en ummæli hennar vöktu athygli víða um heim. „Eftir þetta held ég að margt fólk sé búið að sjá mig spila, sem sýnir að það er ekki bara upptekið af útlitinu mínu heldur hefur áhuga á frammistöðu minni sem íþróttakonu. Það er bara frammistaðan inni á vellinum sem skiptir máli, baráttan um hvern einasta bolta, en ekki andlitsfarðinn minn,“ segir Markovic í nýja viðtalinu við 20 Minuten. Hún var þá spurð hvort hún yrði einhvern tímann fyrir kynjamismunun, með niðrandi ummælum á samfélagsmiðlum, og svaraði: „Ég gef mönnum ekki færi á að dæma mig þannig. En það er munur þarna á milli karla og kvenna. Til dæmis ef að ég birti mynd af mér í bikiní á samfélagsmiðlum og Erling Haaland gerir það sama í sundbuxum, þá fær Erling alveg örugglega ekki sömu niðrandi, kynjatengdu ummæli,“ sagði Markovic. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Markovic (@anamxrkovic) View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Hún er einnig landsliðskona Króatíu en segir að þar sé mikið meiri áhersla lögð á karlalandsliðið, sem vann til silfurverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti. „Landsliðið er mjög sterkt en umgjörðin í kringum konurnar er bara ekki til staðar. Þetta sýnir líka muninn á milli fótbolta karla og kvenna. Við vorum látnar vera í ársgömlum æfingafötum karlalandsliðsins, og fengum þau í karlasniðum, og mér finnst vanta alla virðingu fyrir fótbolta kvenna þarna. Að sama skapi erum við með frábæra leikmenn eins og Ivana Rudelic [í Bayern München] og Leonarda Balog [í FC St. Pölten].
Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira