Dortmund og City skiptu stigunum á milli sín

Riyad Mahrez fékk gullið tækifæri til að tryggja City sigurinn.
Riyad Mahrez fékk gullið tækifæri til að tryggja City sigurinn. Matthias Hangst/Getty Images

Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Eins og við var að búast voru gestirnir frá Manchester meira með boltann í kvöld, en bæði lið fengu þó sín færi til að brjóta ísinn.

Ekki tókst það í fyrri hálfleik og því var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu.

Besta færi leiksins kom svo á 58. mínútu þegar Emre Can braut á Riyad Mahrez innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mahrez fór sjálfur á punktinn, en Gregor Kobel æi marki Dortmund sá við honum.

Ekki tókst liðunum að koma boltanum í netið á seinasta hálftíma leiksins og því varð niðurstaðan markalaust jafntefli. Liðin sitja í efstu tveimur sætum riðilsins, City trónir á toppnum með 11 stig og hefur nú þegar tryggt sæti sitt í útsláttarkeppninni, en Dortmund situr í öðru sæti með átta sitg.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira