Erlent

Blóðugar ætt­bálka­erjur á „Ástar­eyjunni“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þrjátíu og tveir liggja í valnum og að minnsta kosti fimmtán er saknað. 
Þrjátíu og tveir liggja í valnum og að minnsta kosti fimmtán er saknað.  Getty

Rúmlega þrjátíu manns liggja í valnum eftir harðar ættbálkaerjur á eyjunni Kiriwina í Papúa Nýju-Gíneu.

 Átökin brutust út í gær á milli tveggja ættbálka sem byggja eyjuna sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Ástareyjan“. Lögreglulið frá höfuðborginni Port Moresby var sent á vettvang í morgun til að ná tökum á ástandinu en auk þeirra rúmlega þrjátíu sem hafa látist er að minnsta kosti fimmtán saknað.

Deilurnar eru sagðar hafa staðið yfir síðan í síðasta mánuði þegar maður lét lífið í slagsmálum sem upphófust eftir fótboltaleik á eyjunni. Ættingjar hans úr Kuboma ættbálknum hafi síðan tekið sig til og eyðlagt uppskeru hjá þorpsbúum hins ættbálksins, Kulumata. Deilurnar mögnuðust svo uns endanlega sauð upp úr í gær með þessum mannskæðu afleiðingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×