Rúnar: „Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega" Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2022 22:01 Rúnar Kristinsson er ósáttur við hegðun Kjartans Henrys og sættir sig ekki við þá gagnrýni sem hann hefur látið uppi um félagið, liðsfélaga sína og starfsfólk KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, tjáði sig um málefni Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir jafntefli KR gegn Víkingi í kvöld. „Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
„Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira