Rúnar: „Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega" Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2022 22:01 Rúnar Kristinsson er ósáttur við hegðun Kjartans Henrys og sættir sig ekki við þá gagnrýni sem hann hefur látið uppi um félagið, liðsfélaga sína og starfsfólk KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, tjáði sig um málefni Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir jafntefli KR gegn Víkingi í kvöld. „Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
„Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira