Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 21:44 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stjórnartíð Liz Truss hafa verið algjöra sneypuför. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur. Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur.
Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02