Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. október 2022 12:23 Baldur Þórhallsson segir að flest benda til þess að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Breta. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira