Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. október 2022 12:23 Baldur Þórhallsson segir að flest benda til þess að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Breta. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira