Réttarhöldin gegn fyrirtæki Trumps hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 15:07 Lögmenn Donalds Trumps í New York í dag. Búist er við því að erfitt verði að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir í garð Trumps. AP Réttarhöld í skattsvikamáli New York-ríkis gegn Trump Organization, fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefjast í dag. Fyrsta verkefnið í dómsal mun að öllum líkindum reynast gífurlega erfitt en það er að finna ellefu kviðdómendur sem hafa ekki sterka skoðun á forsetanum fyrrverandi. Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42
Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31