Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 12:49 Norskt varðskip siglir fram hjá gasborpallinum Sleipni A um 250 kílómetra undan ströndum Noregs í byrjun mánaðar. Starfsmenn þar hafa séð til þyrilvængjudróna nýlega. AP/Ole Berg-Rusten/NTB Scanpix Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Verð á norsku jarðgasi er í hæstu hæðum eftir að Rússar skrúfuðu fyrir gasleiðslur til Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir Evrópuþjóða vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Því telja sérfræðingar að norskir orkuinnviðir kunni að vera eitt helsta skotmark skemmdarverka Rússa í álfunni um þessar mundir. Drónar sem hafa sést á lofti yfir Norðursjó og Noregi hafa þannig vakið áhyggjur af því að Rússar kunni að undirbúa einhvers konar spellvirki. Loka hefur þurft flugvöllum eftir að sást til dróna í grennd þeirra og gasvinnslustöð var rýmd eftir að sprengjuhótun barst í síðustu viku. Amund Revheim, yfirmaður lögreglunnar í Suðvestur-Noregi sem hefur Norðursjó á sinni könnu, segir að teknar hafi verið skýrslur af fleiri en sjötíu starfsmönnum olíuborpalla sem segjast hafa séð til dróna á flugi. „Tilgátan sem er í gangi er að þeim sé stjórnað frá skipum eða kafbátum í grenndinni,“ segir Revheim við AP-fréttastofuna. Stjórnendur sumra borpalla segjast ennfremur hafa séð til rannsóknarskipa undir rússneskum fána í nágrenni þeirra. Ståle Ulriksen, greinandi hjá norska sjóhernum, segir að lítill munur sé oft á herskipum og borgaralegum skipum frá Rússlandi. Réttar væri að lýsa rannsóknarskipunum sem njósnaskipum. Til að bregðast við hefur norska ríkisstjórnin sent her- og varðskip og herþotur til þess að vakta borpallana á hafi úti og hermenn til þess að gæta hreinsistöðva á landi. Flesland-flugvelli í Björgvin var lokað til skamms tíma eftir að sást til dróna á flugi í nágrenni hans í síðustu viku.Vísir/EPA Eiga þegar í óhefðbundnu stríði við Rússa Að minnsta kosti sjö Rússar hafa verið handteknir fyrir að fljúga drónum ólöglega eða vera með dróna í vörslu sinni í Noregi. Öryggislögreglan tók yfir rannsókn á drónaflugi sem lamaði flugsamgöngur í Björgvin á miðvikudag. Martin Bernsen frá öryggislögreglunni PST, segir viðvarandi áhyggjur til staðar af skemmdarverkum og að Rússar vinni að því að kortleggja möguleg skotmörk í Noregi. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur heitið því að'svara erlendum leyniþjónustustofnunum. „Það er ekki ásættanlegt að erlendar leyniþjónustur fljúgi drónum yfir norskum flugvöllum. Rússar mega ekki fljúga drónum yfir Noregi,“ sagði hann. Rússneska sendiráðið í Osló vænir gestgjafa sína um að þjást af geðrofi vegna ofsóknarbrjálæðis. Ulriksen frá sjóhernum segir að það kunni að vera hluti af ráðabruggi Rússa. „Nokkrum drónunum hefur verið flogið með kveikt á ljósunum. Það átti að sjást til þeirra. Ég held að þetta sé tilraun til þess að ógna Noregi og vesturlöndum,“ segir Ulriksen. Aðgerðir Rússa kunni að vera hluti af óhefðbundnum hernaði til að ógna og afla njósna um grundvallarinnviði vestrænna ríkja sem þeir gætu mögulega unnið skemmdir á síðar. „Ég held ekki að við stefnum í hefðbundið stríð við Rússland en ég held að við séum nú þegar í óhefðbundnu stríði,“ segir hann. Telja fiskiskip hafa valdið sambandsleysi á Hjaltslandseyjum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi vísvitandi verið unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þær fluttu áður jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar skrúfuðu fyrir það eftir að Evrópuríki lögðu viðskiptaþvinganir á vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar og fulltrúar vestrænna ríkja hafa sakað hver annan um að hafa staðið að spellvirkjunum. Í skugga þeirra ásakana voru ljósleiðarastrengir klipptir í sundur í Marseille, næststæstu borg Frakklands í síðustu viku. Strengirnir tengdu borgina við aðra hluta Frakklands og Evrópu. Net- og símasamband lá niðri tímabundið vegna skemmdarverkanna. Lögreglan þar rannsakar málið, að sögn AP. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá myndir fjarskiptafyrirtækisins Free af skemmdunum sem voru unnar á ljósleiðarastrengunum í Suðaustur-Frakklandi fyrir helgi. Un acte de vandalisme cette nuit sur un NRA prive de service une partie des abonnés ADSL de Folschviller (57). Nous vous tiendrons informé sur l'évolution du rétablissement du service. Merci de votre patience. pic.twitter.com/YXUfdym5tX— Free 1337 (@Free_1337) October 22, 2022 Skemmdarverkin eru sögð líkjast þeim sem voru framin á netköplum í landinu í apríl. Þá var netlaust í nokkrum héruðum og í hluta Parísar. Franska leyniþjónustan tók þátt í þeirri rannsókn. Ekki hefur verið greint frá því hver klippti á strengina. Fiskiskip eru sögð hafa verið sökudólgurinn þegar sæstrengir til Hjaltlandseyja skemmdust þannig að net- og símasambandslaust varð þar um tíma á fimmtudag. Færeyska fjarskiptafélagið Føroya Tele sagði breska ríkisútvarpinu BBC að strengirnir hefðu skemmst en ekki rofnað alveg. „Við höfum ástæðu til að telja að fiskiskip hafi valdið því,“ segir Páll Vesturbú frá Føroya Tele. Noregur Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Verð á norsku jarðgasi er í hæstu hæðum eftir að Rússar skrúfuðu fyrir gasleiðslur til Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir Evrópuþjóða vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Því telja sérfræðingar að norskir orkuinnviðir kunni að vera eitt helsta skotmark skemmdarverka Rússa í álfunni um þessar mundir. Drónar sem hafa sést á lofti yfir Norðursjó og Noregi hafa þannig vakið áhyggjur af því að Rússar kunni að undirbúa einhvers konar spellvirki. Loka hefur þurft flugvöllum eftir að sást til dróna í grennd þeirra og gasvinnslustöð var rýmd eftir að sprengjuhótun barst í síðustu viku. Amund Revheim, yfirmaður lögreglunnar í Suðvestur-Noregi sem hefur Norðursjó á sinni könnu, segir að teknar hafi verið skýrslur af fleiri en sjötíu starfsmönnum olíuborpalla sem segjast hafa séð til dróna á flugi. „Tilgátan sem er í gangi er að þeim sé stjórnað frá skipum eða kafbátum í grenndinni,“ segir Revheim við AP-fréttastofuna. Stjórnendur sumra borpalla segjast ennfremur hafa séð til rannsóknarskipa undir rússneskum fána í nágrenni þeirra. Ståle Ulriksen, greinandi hjá norska sjóhernum, segir að lítill munur sé oft á herskipum og borgaralegum skipum frá Rússlandi. Réttar væri að lýsa rannsóknarskipunum sem njósnaskipum. Til að bregðast við hefur norska ríkisstjórnin sent her- og varðskip og herþotur til þess að vakta borpallana á hafi úti og hermenn til þess að gæta hreinsistöðva á landi. Flesland-flugvelli í Björgvin var lokað til skamms tíma eftir að sást til dróna á flugi í nágrenni hans í síðustu viku.Vísir/EPA Eiga þegar í óhefðbundnu stríði við Rússa Að minnsta kosti sjö Rússar hafa verið handteknir fyrir að fljúga drónum ólöglega eða vera með dróna í vörslu sinni í Noregi. Öryggislögreglan tók yfir rannsókn á drónaflugi sem lamaði flugsamgöngur í Björgvin á miðvikudag. Martin Bernsen frá öryggislögreglunni PST, segir viðvarandi áhyggjur til staðar af skemmdarverkum og að Rússar vinni að því að kortleggja möguleg skotmörk í Noregi. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur heitið því að'svara erlendum leyniþjónustustofnunum. „Það er ekki ásættanlegt að erlendar leyniþjónustur fljúgi drónum yfir norskum flugvöllum. Rússar mega ekki fljúga drónum yfir Noregi,“ sagði hann. Rússneska sendiráðið í Osló vænir gestgjafa sína um að þjást af geðrofi vegna ofsóknarbrjálæðis. Ulriksen frá sjóhernum segir að það kunni að vera hluti af ráðabruggi Rússa. „Nokkrum drónunum hefur verið flogið með kveikt á ljósunum. Það átti að sjást til þeirra. Ég held að þetta sé tilraun til þess að ógna Noregi og vesturlöndum,“ segir Ulriksen. Aðgerðir Rússa kunni að vera hluti af óhefðbundnum hernaði til að ógna og afla njósna um grundvallarinnviði vestrænna ríkja sem þeir gætu mögulega unnið skemmdir á síðar. „Ég held ekki að við stefnum í hefðbundið stríð við Rússland en ég held að við séum nú þegar í óhefðbundnu stríði,“ segir hann. Telja fiskiskip hafa valdið sambandsleysi á Hjaltslandseyjum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi vísvitandi verið unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þær fluttu áður jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar skrúfuðu fyrir það eftir að Evrópuríki lögðu viðskiptaþvinganir á vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar og fulltrúar vestrænna ríkja hafa sakað hver annan um að hafa staðið að spellvirkjunum. Í skugga þeirra ásakana voru ljósleiðarastrengir klipptir í sundur í Marseille, næststæstu borg Frakklands í síðustu viku. Strengirnir tengdu borgina við aðra hluta Frakklands og Evrópu. Net- og símasamband lá niðri tímabundið vegna skemmdarverkanna. Lögreglan þar rannsakar málið, að sögn AP. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá myndir fjarskiptafyrirtækisins Free af skemmdunum sem voru unnar á ljósleiðarastrengunum í Suðaustur-Frakklandi fyrir helgi. Un acte de vandalisme cette nuit sur un NRA prive de service une partie des abonnés ADSL de Folschviller (57). Nous vous tiendrons informé sur l'évolution du rétablissement du service. Merci de votre patience. pic.twitter.com/YXUfdym5tX— Free 1337 (@Free_1337) October 22, 2022 Skemmdarverkin eru sögð líkjast þeim sem voru framin á netköplum í landinu í apríl. Þá var netlaust í nokkrum héruðum og í hluta Parísar. Franska leyniþjónustan tók þátt í þeirri rannsókn. Ekki hefur verið greint frá því hver klippti á strengina. Fiskiskip eru sögð hafa verið sökudólgurinn þegar sæstrengir til Hjaltlandseyja skemmdust þannig að net- og símasambandslaust varð þar um tíma á fimmtudag. Færeyska fjarskiptafélagið Føroya Tele sagði breska ríkisútvarpinu BBC að strengirnir hefðu skemmst en ekki rofnað alveg. „Við höfum ástæðu til að telja að fiskiskip hafi valdið því,“ segir Páll Vesturbú frá Føroya Tele.
Noregur Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent