„Við komum verulega sterkir inn í leikinn. Stjórnuðum fyrstu 10-15 mínúturnar og áttum góð upphlaup. Við áttum að skora, að mínu viti, alla vega eitt eða tvö mörk. KA-menn voru þéttir til baka og setja mark á okkur, koma sér í þægilega stöðu. Það er erfitt að sækja á móti KA-liðinu þegar þeir eru komnir yfir.“
„Þeir voru þéttir fyrir og svo gerist hérna moment þar sem við missum mann af velli og við breytum aðeins í hálfleik. Við komum sterkir inn í seinni háfleikinn hjá mér, þéttir og kraftur í okkur aftur, eins og í byrjun fyrri hálfleiks. Svo bara verður þetta erfitt kvöld fyrir okkur og við fengum reyndar mjög gott færi í stöðunni 0-1, í seinni hálfleik. En svo var þetta erfitt kvöld og heilt yfir kannski sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst að leik loknum.
Daníel Laxdal fékk rautt spjald fyrir að ráðast á Elfar Árna Aðalsteinsson, leikmann KA. Ágúst segist ekki hafa séð atvikið nógu vel.
„Þetta er alveg hinu megin í horninu, þetta er soldið langt að sjá. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá er erfitt að sjá svona langt í burtu frá sér. En það var eitthvað uppþot og læti þarna sem að gerðu það að verkum að við fengum rautt spjald og gult held ég líka í kjölfarið en auðvitað hefði ég viljað sjá einhvern KA-mann fara í svörtu bókina líka en ég þarf að skoða þetta betur,“
Aðspurður hafði Ágúst þetta að segja um dómgæslu leiksins.
„Kannski ekki alveg sérstaklega góð en svona er þetta bara.“