Fótbolti

Atlético Madrid upp í þriðja sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Antoine Greizmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid í dag.
Antoine Greizmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid í dag. Fran Santiago/Getty Images

Atlético Madrid lyfti sér upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 1-2 útisigur gegn Real Betis í dag.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en heimamenn í Real Betis virtust hafa tekið forystuna snemma í síðari hálfleik þegar Luiz Henrique kom boltanum í netið. Eftir skoðun myndbandsdómara var markið þó tekið af vegna ragnstöðu.

Það var svo Antoine Greizmann sem kom gestunum í Atlético Madrid í forystu með marki á 54. mínútu og hann var aftur á ferðinni stundarfjórðungi síðar þegar hann tvöfaldaði forskot gestanna.

Nabil Fekir minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en nær koust þeir ekki og niðurstaðan því 1-2 sigur Atlético Madrid.

Atlético Madrid situr nú í þriðja sæti spænsku úrvasldeildarinnar með 23 stig eftir 11 leiki, átta stigum á eftir nágrönnum sínum í Real Madrid sem tróna á toppnum. Real Betis situr hins vegar í fimmta sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×