Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 14:46 Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins. Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins.
Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33
Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53