Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2022 21:01 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. Tveir voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Saltdreifaramálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málinu hefur verið lýst sem einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur 12 ára refsiramminn einu sinni áður verið fullnýttur í fíkniefnamáli. Það var árið 2002 þegar Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var dæmdur í 12 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á næstum 70 þúsund e-töflum. Dómurinn yfir Fellner var þó mildaður í níu ár - og sú virðist einmitt almennt reglan í þungum fíkniefnadómum síðustu ára. Saltdreifaradómum verður áfryjað - og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur telur að hann verði mildaður í Landsrétti. „Það kæmi mér ekki á óvart. Mér þykir þó ekki líklegt að aðalhöfuðpaurarnir, að þeir dómar verði mildaðir að einhverju ráði.“ Málið er sögulegt að umfangi og þá er einmitt rannsókn nýlokið í öðru máli, stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Þetta eru mál sem opnað hafa markaðinn fyrir aðra og ljóst er að lögregla hefur áhyggjur; í nýbirtri skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram mikil aukning á tilraunum til fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll. Það sem af er þessu ári eru skráð 107 brot en voru 63 allt árið í fyrra. Væri ef til vill tilefni til að rýmka refsirammann í ljósi þessa? „Dómar í fíkniefnamálum á Íslandi eru hlutfallslega þungir í samnburði við aðra brotaflokka og í samanburði við það sem er að gerast í öðrum löndum. Og það er ekki endilega skýrt að þynging refsinga muni leiða til þess að við sjáum færri brot. Þannig að, ekki endilega,“ segir Margrét. Dómsmál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Tveir voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Saltdreifaramálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málinu hefur verið lýst sem einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur 12 ára refsiramminn einu sinni áður verið fullnýttur í fíkniefnamáli. Það var árið 2002 þegar Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var dæmdur í 12 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á næstum 70 þúsund e-töflum. Dómurinn yfir Fellner var þó mildaður í níu ár - og sú virðist einmitt almennt reglan í þungum fíkniefnadómum síðustu ára. Saltdreifaradómum verður áfryjað - og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur telur að hann verði mildaður í Landsrétti. „Það kæmi mér ekki á óvart. Mér þykir þó ekki líklegt að aðalhöfuðpaurarnir, að þeir dómar verði mildaðir að einhverju ráði.“ Málið er sögulegt að umfangi og þá er einmitt rannsókn nýlokið í öðru máli, stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Þetta eru mál sem opnað hafa markaðinn fyrir aðra og ljóst er að lögregla hefur áhyggjur; í nýbirtri skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram mikil aukning á tilraunum til fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll. Það sem af er þessu ári eru skráð 107 brot en voru 63 allt árið í fyrra. Væri ef til vill tilefni til að rýmka refsirammann í ljósi þessa? „Dómar í fíkniefnamálum á Íslandi eru hlutfallslega þungir í samnburði við aðra brotaflokka og í samanburði við það sem er að gerast í öðrum löndum. Og það er ekki endilega skýrt að þynging refsinga muni leiða til þess að við sjáum færri brot. Þannig að, ekki endilega,“ segir Margrét.
Dómsmál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01