Fótbolti

Mögnuð Anna Svava sló í gegn í Besta þættinum

Sindri Sverrisson skrifar
Valur og FH mættust í afar spennandi keppni í Besta þættinum.
Valur og FH mættust í afar spennandi keppni í Besta þættinum. Skjáskot/Youtube

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir sló svo sannarlega í gegn í liði Vals þegar liðið mætti FH í Besta þættinum, þar sem reynir á gáfur og knattspyrnuhæfileika keppenda.

Anna Svava var í liði með Aroni Jóhannssyni, leikmanni fótboltaliðs Vals. Þegar kom að spurningahluta keppninnar átti þáttastjórnandinn Jón Ragnar Jónsson vart orð yfir djúpri vitneskju Önnu Svövu um ýmislegt sem tengist Val, en sjón er sögu ríkari.

Lið FH skipuðu tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson og fyrrverandi samherji hans úr yngri flokkum, Björn Daníel Sverrisson sem enn í dag er leikmaður FH.

Í þættinum safna liðin stigum bæði með því að svara spurningum um sín lið og með því að sparka boltanum á rétta staði í markinu. Keppnin var jöfn og spennandi en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

Næstsíðasta umferðin í Bestu deildinni er leikin á morgun, sunnudag og mánudag. Valsarar taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks annað kvöld kl. 20, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en FH freistar þess að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni með sigri gegn Fram í Grafarholti á sunnudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×