Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 11:29 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segist telja óliklegt að mennirnir verði ákærðir fyrir annað en vopnalagabrot. Vísir Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hafi þegar gengist við vopnalagabroti „Eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna. Umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti en mennirnir hafi ekki verið farnir að grípa til raunverulegra undirbúningsaðgerða. Aðeins sé til staðar spjall þeirra á milli. „Og misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum. En að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin,“ segir Sveinn Andri. Píratar séu sjóræningjar „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis.“ Inntur að því hvort hann telji það verða meginefni fyrir dómstólum hvort spjall mannanna hafi verið grín eða ekki segir Sveinn að hann sé almennt óviss að mennirnir verði ákærðir fyrir hryðjuverk. „Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hafi þegar gengist við vopnalagabroti „Eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna. Umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti en mennirnir hafi ekki verið farnir að grípa til raunverulegra undirbúningsaðgerða. Aðeins sé til staðar spjall þeirra á milli. „Og misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum. En að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin,“ segir Sveinn Andri. Píratar séu sjóræningjar „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis.“ Inntur að því hvort hann telji það verða meginefni fyrir dómstólum hvort spjall mannanna hafi verið grín eða ekki segir Sveinn að hann sé almennt óviss að mennirnir verði ákærðir fyrir hryðjuverk. „Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43