Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 17:45 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. Þeir sæta enn gæsluvarðhaldi grunaðir um að hyggja á hryðjuverk. Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sigríður Björk var stödd á Interpol ráðstefnu í Nýju Delí þegar Reykjavík síðdegis ræddi við hana og spurði hvort komið væri að vatnaskilum í öryggisgæslu við æðstu ráðamenn þjóðarinnar vegna málsins. „Það getur verið uppi einhver sérstök ógn sem steðjar að einum umfram annan og við bregðumst við því en við teljum ekki að við séum komin á þann stað að ráðherrar séu með fylgdarfólk í hverju skrefi. Ísland er ekki talið vera svo hættulegt en eins og við segi, við erum vakandi, við erum að reyna að æfa okkur og búa til áætlanir og hugsa fram í tímann til að geta brugðist hratt við.“ Sigríður segir að hótanir í garð stjórnmálafólks geti grafið undan sjálfu lýðræðinu. „Stóra málið í þessu er það að það ógnar lýðræðinu ef fólk má ekki tjá skoðanir sínar og óttast að fá einhverjar hótanir og leiðindi í kjölfarið. Við þurfum að passa það að stjórnmálamenn geti sinnt sínu starfi óhikað og óhræddir. Það er eitt af hlutverkum lögreglu að reyna að tryggja það eins og hægt er,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir í Reykjavík síðdegis. Reykjavík síðdegis Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Öryggis- og varnarmál Lögreglan Tengdar fréttir Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17. október 2022 18:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Þeir sæta enn gæsluvarðhaldi grunaðir um að hyggja á hryðjuverk. Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sigríður Björk var stödd á Interpol ráðstefnu í Nýju Delí þegar Reykjavík síðdegis ræddi við hana og spurði hvort komið væri að vatnaskilum í öryggisgæslu við æðstu ráðamenn þjóðarinnar vegna málsins. „Það getur verið uppi einhver sérstök ógn sem steðjar að einum umfram annan og við bregðumst við því en við teljum ekki að við séum komin á þann stað að ráðherrar séu með fylgdarfólk í hverju skrefi. Ísland er ekki talið vera svo hættulegt en eins og við segi, við erum vakandi, við erum að reyna að æfa okkur og búa til áætlanir og hugsa fram í tímann til að geta brugðist hratt við.“ Sigríður segir að hótanir í garð stjórnmálafólks geti grafið undan sjálfu lýðræðinu. „Stóra málið í þessu er það að það ógnar lýðræðinu ef fólk má ekki tjá skoðanir sínar og óttast að fá einhverjar hótanir og leiðindi í kjölfarið. Við þurfum að passa það að stjórnmálamenn geti sinnt sínu starfi óhikað og óhræddir. Það er eitt af hlutverkum lögreglu að reyna að tryggja það eins og hægt er,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir í Reykjavík síðdegis.
Reykjavík síðdegis Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Öryggis- og varnarmál Lögreglan Tengdar fréttir Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17. október 2022 18:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05
Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17. október 2022 18:34