Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Í gær bárust fregnir af því að geðlæknir ætti að meta skilaboðin en verjendur mannanna mótmæltu því. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að lögreglan hafi í kjölfarið fallið frá því mati en mennirnir verða þó látnir sæta geðmati.
Landsréttur staðfesti í dag að mennirnir yrðu í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Þá sagði héraðssaksóknari að rannsókn málsins miðaði ágætlega.
Mennirnir voru handteknir í síðasta mánuði og lagði lögreglan þá hald á skotvopn og þar á meðal þrívíddarprentaðar byssur.