Innlent

Norræna hættir að sigla til Íslands yfir háveturinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norræna hefur viðkomu á Seyðisfirði.
Norræna hefur viðkomu á Seyðisfirði. Vísir/Jói K

Norræna mun hætta siglingum til Íslands yfir háveturinn frá og með næsta ári.

Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins í Færeyjum þar sem fram kemur að fyrsta brottför Norrænu til Íslands á næsta ári verði þan 220. mars 2023. Síðasta ferð frá Íslandi það ár verði 22. nóvember.

Smyril Line, rekstraraðili skipsins, segir að með þessu sé verið að draga úr eldsneytiseyðslu. 

Í frétt Krinvarpsins segir að með þessu vonist Smyril Line til að ekki verði gerðar fleiri breytingar á áætlunarferðum Norrænu, sem stoppar á Seyðisfirði þegar skipið kemur hingað til lands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×