Brutu ekki siðareglur með umfjöllun um Óshlíðarmálið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 11:09 Hvorki blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson (t.v.) og Helgi Seljan (t.h.), né Ágúst Borgþór Sverrisson (fyrir miðju), blaðamaður DV, brutu siðareglu BÍ. Vísir Blaðamenn DV og Stundarinnar brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með umfjöllun sinni um Óshlíðarmálið. Kærandi var ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 en einn lést í slysinu. Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ. Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ.
Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira