Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 23:45 Steinunn hafði áhyggjur afþví að hrossin gætu ekki lifað af veturinn vegna ástands. Steinunn Árnadóttir Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda. Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda.
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira