Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 11:32 Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Vísir/Jóhann K. Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi. Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38
Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36