Boltinn sem „hönd guðs“ snerti og dómarinn ætlar nú að græða á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 11:30 Túnismaðurinn Ali Bin Nasser með boltann fyrir leikinn fræga á meðan fyrirliðarnir Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn. Getty/Peter Robinson/ Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum fyrir meira en 36 árum síðan. Nú er boltinn sem notaður var í leiknum til sölu og seljandinn er sjálfur dómari leiksins. Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser. HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser.
HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira