Innlent

Engin óeining innan raða VR

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn. Vísir/Vilhelm

Ekkert ó­sætti er innan stjórnar VR með á­kvörðun formannsins um að ganga út af þingi Al­þýðu­sam­bandsins eða bolla­leggingar hans um að draga VR úr Al­þýðu­sam­bandinu. Sú um­ræða­mun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjara­samnings­við­ræðurnar.

Það stendur ekki til að VR gangi úr Al­þýðu­sam­bandi Ís­lands eins og er.

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, hefur undan­farnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann fram­boð sitt til for­seta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sam­bandsins.

Hann í­trekar nú að ekki sé á dag­skrá eins og er að ganga með fé­lagið úr sam­bandinu.

„Öll um­ræða um Al­þýðu­sam­bandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór.

Fé­lagið mun nú ein­göngu ein­beita sér að kjara­samningum sem verða lausir um mánaða­mótin.

Samninga­nefndir VR og Sam­taka at­vinnu­lífsins hittast á morgun á form­legum fundi.

Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða fram­tíð sína innan ASÍ.

„Jú, jú, auð­vitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðar­ráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því sam­tali en við erum bara núna að ein­beita okkur að kjara­samningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór.

Skiptar skoðanir en sameinuð forysta

Morgun­blaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hug­mynda formannsins. Sjö stjórnar­menn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á mið­viku­daginn.

Heimildir frétta­stofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn á­greiningur og stjórnar­mennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og sam­ræðu­hópum.

Ragnar tekur einnig fyrir að ó­eining sé innan stjórnarinnar.

„Auð­vitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum sam­heldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðar­lega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ.

Nýr for­maður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina á­kvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir á­fram­haldandi setu sem for­maður eftir að hann hætti við fram­boð til for­seta­em­bættis Al­þýðu­sam­bandsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×