Engin óeining innan raða VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 12:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn. Vísir/Vilhelm Ekkert ósætti er innan stjórnar VR með ákvörðun formannsins um að ganga út af þingi Alþýðusambandsins eða bollaleggingar hans um að draga VR úr Alþýðusambandinu. Sú umræðamun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjarasamningsviðræðurnar. Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira