Engin óeining innan raða VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 12:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn. Vísir/Vilhelm Ekkert ósætti er innan stjórnar VR með ákvörðun formannsins um að ganga út af þingi Alþýðusambandsins eða bollaleggingar hans um að draga VR úr Alþýðusambandinu. Sú umræðamun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjarasamningsviðræðurnar. Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira