Tóku markstangirnar með sér út af vellinum eftir sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 11:30 Stuðningsmenn Tennessee fagna sigrinum með því að rífa niður markstangirnar. AP/Wade Payne Stuðningsmenn Tennessee höfðu sérstaklega gaman af því að vinna stórskotalið Alabama í bandaríska háskólafótboltanum um helgina en það er óhætt að segja að fagnaðarlætin hafi verið ansi sérstök og dýr fyrir skólann. Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira