„Sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 17:39 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við offituvandanum hér á landi. Einstaka aðgerðir eins og sykurskattur gætu skilað árangri en horfa þurfi á málaflokkinn heildstætt. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00